Safahreinsun

Langar þig í meiri orku, betri líðan og komast útúr föstu fari?
Safahreinsun í 3 daga er góð leið til að byrja og koma sér af stað. Pure deli safahreinsunin byggist upp á grænmeti aðallega og er byggð upp á 5 söfum á dag í 3 daga
Allir safarnir eru afhenntir saman og djúsað er í 3 daga, 5 safar á dag drukknir jafnt og þétt yfir daginn ásamt því mælum við með að drukkið sé vel af vatni. Við mælum með að borða með þessu salat á kvöldin í þessa þrjá daga.

3 daga hreinsun

Verð 13.470 kr. 

Ath þarf að panta með minnst 24 tíma fyrirvara

Einnig er hægt að pannta aðeins 1 dag eða 2 best er að hver byrji einsog hann treystir sér til. Þessir safar eru ótrúlega bragðgóðir og rauðrófu bragðið sem margir óttast er allt annað þegar það er komið í bland við sítrónuna og hinar afurðirnar.

Mikilvægt er að muna að safi er ekki sama og safi, uppistaðan í okkar söfum er grænmeti og allt handgert ferskt á staðnum en ekki innflutt vara sem hefur misst mikið af sínu næringargildi í því ferli.

Við mælum með fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða innihaldið og lesa sig til um hvað td rauðrófan og selleriið geriri fyrir okkur og taka ákvörðun útfrá því. Safarnir eru ekki hugsaðir sem töfralausn enda trúum við ekki á slíkt en þeir eru án efa gott innlegg í heilsuna og hjálpa til við að ná upp orku sérstaklega.

DAGUR 1

Rauðrófa, sellerí, gúrka, epli, sítróna, spínat, gulrót og tómatur.

Dagur 1 er góður hreinsunardagur og hér er rauðrófan uppistaðan með svo selleríinu, gúrkunni, sítrónunni, gulrótinni, eplinu og tómatnum. Rauðrófur hafa margvísleg góð áhrif á heilsuna eins og að hreinsa meltingarkerfið, ristilinn og blóðið.

Verð 4.490 kr. 

DAGUR 2

Spínat, engifer, epli, sítróna, steinselja, gúrka og sellerí.

Dagur 2 er græni dagurinn, orkumikill, mjög vatnslosandi dagur og losar um bólgur. Þessi safi er hollur og bragðgóður og þú finnur lítið fyrir svengd meðan þú ert að drekka þessa jafnt yfir daginn. Við mælum með að hafa vatn við höndina og drekka vel af því, þessi er mjög bragðgóður og ferskur

Verð 4.490 kr. 

DAGUR 3

Rauðrófa, sellerí, engifer, gulrót, spínat, sítróna og gúrka.

Dagur 3 er mjög góður hreinsunardagur og spilar rauðrófan lykilhlutverk hér einsog í degi 1. Í þessum er ekki epli og bara grænmeti en hann bragðast þó mjög vel og mörgum finnst þessi bragð bestur. Sellerí er í öllum dögunum og hefur sellerí ótrúlega mögnuð áhrif á heilsuna, það t.d hreinsar blóðrásina, aðstoðar meltinguna, slakar á taugum og gerir húðina fallegri.

Verð 4.490 kr.