PURE DELI LÍFÐ

VIÐ ERUM PURE DELI

Pure deli er veitingastaður í Suðurlandsbraut 48, 108 Reykjavík. Hann er í einkaeigu og rekin af litlu fjölskyldufyrirtæki. Á Pure deli færðu ferskan, bragðgóðan & hollan mat frá morgni til kvölds og um helgar í einstaklega fallegu umhverfi.
 
Okkar metnaður liggur í upplifun viðskiptavina okkar að þeir fái góðan, fallegan mat og góða þjónustu á sanngjörnu verði.

 

Fólkið á Pure Deli

Ingibjörg Pure deli

Ingibjörg

Framkvæmdastjóri og eigandi
Ingibjörg sér um alla hönnun og útlit Pure Deli. Hún er alla daga að hugsa um að upplifun viðskiptavina okkar sé góð. Góður matur, þægileg þjónusta, fersk blóm, falleg hönnun & hlýleg stemmning eru okkar gildi og það sem við viljum bjóða okkar viðskiptavinum.
 
Sunneva

Sunneva

Rekstrarstjóri
Sunneva er rekstrarstjórinn okkar og hefur hún starfað hjá Pure deli til margra ára. Hún er mikill matgæðingur og snillingur í eldhúsinu. Hugar vel að öllum bæði starfsfólki og viðskiptavinum og er alltaf að leyta leiða til að bæta þjónustuna.
 

UMHVERFISVÆN

Okkar markmið er einnig að vera eins umhverfisvæn og hægt er og geta þjónustað alla hópa eins og við getum. Við erum t.d með haframjólk og möndlumjólk fyrir þá sem vilja það og tökum ekki aukagjald þar þó hún sé vissulega mun dýrari en kúamjólkin. Fyrir þá sem eru með gluteinóþol höfum við í boði gluteinlaust brauð sem hægt er að biðja um í stað vefjubrauðsins eða súrdeigsbrauðsins og erum einnig alltaf með gluteinlausa köku í boði. Vegan möguleikar eru í boði í öllum vöruflokkum og munum við kappkosta við að bæta í þá flóru á næstunni.
 
Við notum leirtau þegar borðað er á staðnum og erum með pappa umbúðir og endurvinnanlegt plast að hluta sem er notað með í lokin. Við vitum að margt meira er hægt að gera til að vera enn umhverfisvænni og viljum bæta okkur þar einsog hægt er hverju sinni.
 
Starfsfólkið okkar skiptir okkur öllu máli, að þeim líði vel í vinnunni og séu að fást við verkefnin af heilum hug. Allir starfsmenn eru jafnmikilvægir og lykilatriðin þjú eru traust, fagmennska & gleði.