hefur nú bæst í körfuna þína.

Karfa

Fyrirtækjaþjónusta

Fyrirtækjaþjónusta Pure deli býður uppá ferskan, bragðgóðan og hollan mat sem settur er upp á þæginlegan, umhverfisvænan og flottan hátt fyrir fundinn, starfsfólkið eða það tilefni sem er.

Vefjubakkinn

Vinsælt er að panta vefjubakkann þar sem vinsælustu vefjurnar eru skornar til helminga og raðað fallega bakka.

Miðað er við eina vefju á mann en með þessu móti er hægt að smakka fleiri en eina tegund og þægilegt að njóta meðan unnið er að mikilvægum verkefnum.

Salötin

Salötin eru einnig góður valkostur fyrir vinnustaðinn og hægt er að panta stórt salat (bakkinn miðast við 6 manns) eða fá fá í bakka fyrir hvern og einn.

Sætir bakkar

Sætir bakkar eru ómissandi ef tilefnið er rétt eða bara til að hafa með kaffinu eftir matinn, við teljum það hollt fyrir sálina.

Sætu bakkarnir okkar koma í tveim stærðum 6 manna og 12 manna.

Við blöndum saman vinsælustu kökunum okkar og sætu bitum , fegrum svo með jarðaberjum eða öðrum góðu til að hámarka útlit og upplifun

Fyrirspurnir og panntanir berist á  puredeli@puredeli.is eða í síma 773-5500/775-5500