Nýtt!

Fylgstu með nýjungum hjá okkur! 

Gleðilega páska! 

Lykilorðin fyrir páskana í ár eru: sofa, borða og njóta! 

Pure Deli páskabrunchinn er sérlega kræsilegur! Komdu og gerðu vel við þig og þína yfir hátíðina. Brunchinn verður í boði alla páskana.


🌼PáskaBrunch platti: 2 súrdeigsbrauð með 1) avocado, pestói, klettasalati og serrano skinku, 2) pestói, indian chicken og klettasalati, bláberja muffin, grísku jógúrti með hunangi, berjum og granóla og litlu páskaeggi. 

🌼PáskaBarna platti: croissant, ávextir, páskaegg og nammi.

🌱Opnunartími um páskana: 
29. mars (skírdagur): opið 10:00-21:00 
30. mars (föstudagurinn langi): lokað 
31. mars: opið 10:00-21:00 
1. apríl (páskadagur): lokað 
2. apríl (annar í páskum): opið 10:00-21:00

Nýbökuð brauð

Súrdeig, súrdeig, súrdeig! Við leggjum mikið upp úr því að bjóða upp á góð og fersk súrdeigsbrauð á hverjum morgni. Súrdeigið fer vel í meltinguna þar sem bakteríuflóran er náttúruleg og brauðið fær að hefast á náttúrulegan hátt. Þessi langa gerjunaraðferð brýtur uppbyggingu kornsins niður svo það verður mun auðveldara að melta og líkaminn nýtir næringuna í því betur.

….svo tölum við ekki um hvað það er ljúffengt!

Gott ráð: gríptu Indian chicken eða Pakistani chicken brauðsalat með brauðinu.
Lesa meira

Nærandi Prótein sjeik

Á Pure deli færðu góðan & nærandi prótein sjeik eftir ræktina eða bara þegar þig langar 😊 erum með nokkrar gerðir og notum úrvals prótein💕p.s mælum með kaffipróteinsjeiknum... þessi brúni...

Lesa meira

Gleðilegan Bolludag

Gleðilegt bolluát frá okkur í Pure Deli! 💕 Hér er allt stútfullt af alls konar nýbökuðum og ljúffengum bollum! Hlökkum til að sjá þig hérna í Urðarhvarfi 4! 

Lesa meira

INSTAGRAM