Nýtt

Fylgstu með nýjungum hjá okkur

Nú þegar haustar langar flestum að koma lífinu í fastar skorður eftir ævintýri sumarsins. Við erum á því að þetta sé tilvalinn tími til að hreinsa sig og fá betri líðan. Það sem við erum að bjóða upp á er magnað ferðalag í 3 daga þar sem við hjálpum þér að fylla líkamann af orku, hreinsa burtu óhreinindi og minnka blessuðu sykurþörfina sem getur verið aðeins of sterk í okkur oft á tíðum. 

Með þessari þriggja daga safahreinsun fær líkaminn fullt grænmeti, en það magnaðasta við þetta er að þú finnur fyrir mikilli orku þó svo að þú sért að djúsa og léttast. Djúsarnir eru fimm fyrir hvern dag. Þú drekkur þá jafnt í gegnum daginn fram að kvöldmat og byrjar síðan á næsta degi daginn eftir. Samhliða söfunum borðarðu kvöldmat hvern dag. Gott er að velja hreinan kjúkling, fisk og/eða yndislegt ferskt grænt salat.

Við mælum með passa að brosa mikið með hverjum djús og áður en tappinn er tekinn af hverri flösku er mikilvægt að þakka fyrir einhverja af gjöfum lífsins. Það verða því samtals 5 þakkir á dag sem er mjög mikilvægur hluti af söfuninni að okkar mati!

Dagur eitt: Lifur og nýru
Epli, rauðrófur, sellerý, gúrka, sítróna, tómatar og gulrætur.

Dagur 2: Græn orka og hreinsun
Epli, gúrka, steinselja, spínat, sellerý og engifer

Dagur 3: Súper ristil hreinsun
Rauðrófur, sellerý, gúrka, grænkál, spínat, sítrónur, gulrætur og engifer
Hugsum fallega um heilsuna í dag og þá hugsar hún fallega um okkur á morgun.
Með söfunum er nauðsynlegt að drekka vatni á ca hálftíma fresti eða svo. Ekki er gott að neyta áfengis á meðan og koffínneysla skal vera höfð í skefjum.
Hreinsikúrinn inniheldur alls um 15 kg af hreinu grænmeti og ávöxtum. Safarnir koma í fallegum kassa, auk vatnsflösku og leiðbeiningum með innihaldsefnum. 
Pantanir í síma 553-3133 eða á puredeli@puredeli.is

Verð á þriggja daga safahreinsun: 13.470 kr

Gleðilega söfun!
Lesa meira

Avocado love

Avókadó eða lárpera er án efa eitt af okkar uppáhalds hráefnum. 

Enda er það að finna í mörgum af réttum okkar. Þvert á það sem margir halda, er avókadó ávöxtur en ekki grænmeti! Þessi sérstaki ávöxtur hefur verið í mataræði mannsins í yfir 10.000 ár! Af öllum ávöxtum, er avókadó ríkast af próteini og trefjum. Það inniheldur B6 vítamín, C vítamín, E vítamín, kalíum, magnesíum, fólinsýru og góða fitu.

Með öðrum orðum, það er allra meina bót! Svo ofan á það er avókadó ljúffengt og dásamlegt með öllum mat! 

Við bjóðum upp á fjölda rétta með fersku avókadó:

  • Við mælum með avókadó súrdeigspizzunni, tomato avocado súrdeigspizzunni, avocado toast, avocado chicken vefjunni, spicy tuna vefjunni, vegan salatinu og græna safanum
Lesa meira

Gleðilega verslunarmannahelgi! 

Við bjóðum alla innpúka velkomna til okkar á laugardaginn! Brunchplattarnir okkar vinsælu verða á sínum stað til kl 15:00. Fyrir þá sem vilja halda ENN betur upp á laugardag í Reykjavík þá mælum við með að breyta appelsínusafanum yfir í mímósu fyrir aðeins 500 kr. Vefjurnar, súpan, salötin, safarnir, súrdeigspizzurnar (fáanlegar eftir kl 15:00), kaffið og allt hitt góðgætið verður einnig á sínum stað! 

OPNUNARTÍMI YFIR VERSLUNARMANNAHELGI: starfsfólk okkar verður í fríi sunnudaginn og mánudaginn (frídag verslunarmanna) svo það verður lokað fram á þriðjudagsmorgun kl 8:30. 

Lesa meira
Það er sagt að litlu hlutirnir séu þeir sem skipta máli í lífinu. 

🌿Pestó er einn svoleiðis hlutur🌿

Þessi dýrðlega sósa var uppgötvuð af vinum okkar, Ítölunum fyrir um 500 árum síðan. Ástríða okkar fyrir ljúffengum mat tengist uppáhaldinu okkar; Pure Deli basilikku pestóinu sterkum böndum. Töfrar pestósins eru óendanlegir. Það gerir góðan mat bara enn betri og það passar með nánast hvaða mat sem er! Hægt er að kaupa pestóið okkar hjá okkur og fara með heim, eða njóta þess í einum af okkar ljúffengu réttum eins og súrdeigspizzunum, vefjunum, avocado toast eða salötunum.

  • Pestóið okkar er vegan og inniheldur kasjúhnetur, hvítlauk, ólífuolíu og fullt af kærleik. 
Lesa meira

INSTAGRAM