Nýtt

Fylgstu með nýjungum hjá okkur

Það er sagt að litlu hlutirnir séu þeir sem skipta máli í lífinu. 

🌿Pestó er einn svoleiðis hlutur🌿

Þessi dýrðlega sósa var uppgötvuð af vinum okkar, Ítölunum fyrir um 500 árum síðan. Ástríða okkar fyrir ljúffengum mat tengist uppáhaldinu okkar; Pure Deli basilikku pestóinu sterkum böndum. Töfrar pestósins eru óendanlegir. Það gerir góðan mat bara enn betri og það passar með nánast hvaða mat sem er! Hægt er að kaupa pestóið okkar hjá okkur og fara með heim, eða njóta þess í einum af okkar ljúffengu réttum eins og súrdeigspizzunum, vefjunum, avocado toast eða salötunum.

  • Pestóið okkar er vegan og inniheldur kasjúhnetur, hvítlauk, ólífuolíu og fullt af kærleik. 
Lesa meira

Staðurinn

Pure Deli er staðsett í Urðarhvarfi 4 í Kópavogi, á horni Kópavogs, Norðlingaholts, Árbæjar og Breiðholts, með útsýni yfir fjöllin. Við erum hverfisstaður sem er hugsaður fyrir nágranna okkar sem vilja góðan og notalegan veitingastað og kaffihús í stuttri fjarlægð, með nóg af bílastæðum. Við erum einnig staðsett stutt frá fallegum náttúruperlum, eins og Rauðvatni, Elliðavatni og Heiðmörk.

🌿Við trúum á það að njóta augnabliksins með góðum, heilsusamlegum mat í fallegu umhverfi🌿

  • Við bjóðum upp á morgunmat, hádegismat, kaffi og kvöldmat (og mögulega kvöldsnarl). Hjá okkur færðu súrdeigspizzur, vefjur, salöt, súpu, djúsa, helgarbröns, kaffi, bakkelsi, veislubakka og ýmislegt fleira. Við bjóðum upp á barnarétti, vegan og glúteinlausa rétti líka.
  • Fyrir utan staðinn okkar er aðstaða fyrir ferfættu vini okkar þar sem hægt er að festa ólar í krók og fá vatn fyrir þyrsta hvutta. 
  • Við bjóðum upp á frítt wi-fi, fáðu aðgang hjá starfsfólki okkar. 
  • Hjá okkur er opið alla virka daga frá kl 8:30 til 21:00 og um helgar frá kl 10:00 til 21:00. Hægt að panta og grípa með sér eða njóta á staðnum. 

Lesa meira

Sumar í Pure Deli

Við buðum sumarið hjartanlega velkomið

...og við bjóðum það innilega velkomið aftur þegar það má vera að 😆

nú þegar hlýnar í veðri er ekkert annað í stöðunni en að njóta þess að vera utandyra. pure deli er staðsett í miðri náttúruperlufesti; með rauðavatn, elliðavatn og heiðmörk handan við hornið. Það er því tilvalið að gera sér glaðan dag og njóta fegurðar íslensku náttúrunnar, með stoppi hjá Pure deli (að sjálfsögðu).
Þú getur gripið með nesti hjá okkur eða komið eftir gönguna í heita súpu, vefju, pizzu eða brunch og svo gott kaffi á fallega staðnum okkar 😋🙌

  • Hundar: aðstaða til að festa hundaólar og vatnsskál í skjóli fyrir utan staðinn
  •  Nóg af bílastæðum

Lesa meira

ÁFRAM ÍSLAND


Hjá okkur verður sannkölluð HM stemning um helgina. Við munum sýna alla leiki Íslands á skjánum! 🎉

🔹Borðapantanir í síma 553-3133 

🔹Vefjubakkinn með vinsælustu vefjunum okkar er svo fullkominn fyrir þá sem ætla að sitja heima. Aðeins 1.490 kr á mann.

🇮🇸ÁFRAM ÍSLAND🇮🇸

Lesa meira

INSTAGRAM